BMW frumsýnir krúser sem fer brátt í framleiðslu

Þótt að margir líti á BMW mótorhjólamerkið sem frekar íhaldssamt er ekki hægt að segja að hjól þeirra á undanförnum árum séu það að neinu leyti. Næst til að fella þessa mýtu er nýtt tilraunahjól sem BMW kallar einfaldlega R18 og við höfum fjallað aðeins um á þessari síðu. BMW frumsýndi hjólið fyrir nokkrum dögum á Villa d'Este við Como vatn en hér er það staðfest að það er 1800 rsm boxer vél sem knýr hjólið.

Sú útgáfa sem sýnd var er hönnun BMW að mestu leyti en Unique Custom Cycles í Svíþjóð fegnu einnig að fara höndum um það.

Það sem við sjáum er ansi nálægt því sem að hjólið mun líta út þegar það fer í framleiðslu. Síðasta tilraun BMW í þessari deild var BMW R1200C sem kom á markað fyrir aldamótin og sýnt var í Bond myndinni Tomorrow Never Dies.