Góður dagur hjá Ásgeiri í dag

Það var langur en góður dagur hjá Ásgeiri í dag í rallinu í Marokkó en eftir daginn er hann kominn uppí 41. sæti á tímanum 6:28:15. Sérleiðin í dag lá djúpt inní Sahara eyðimörkina og er alls 401 km. Ekið var eftir gamalli þjóðleið langt suður fyrir Laayoune og síðari hluti leiðarinnar var blanda af hlykkjóttum vegum, sandöldum og hvítum sandsléttum. Fyrstur í flokki mótorhjóla er sem fyrr Joan Pedrero en tími hans í dag var 4:30:21.