MotoGp 2019

Fyrsta keppni ársins fór fram nú um helgina undir flóðljósum á Losail International brautinni í Quatar. Honda með ríkjandi sjöfaldan heimsmeistara og sigurvegara síðasta árs M. Marqez (93) og með nýjan liðsfélaga J. Lorenzo (99) eru gríðarlega líklegir til að verða sterkir keppendur um titilinn 2019, á blaði eru þeir sigurstranglegastir.

Mynd: Ultimate Motorcycling

Marqez er gríðarlega fær ökumaður á hjóli sem hefur verið í sérflokki með sterkan liðsfélaga fimmfaldan heimsmeistara í mótorhjólakappasktri.

Ducati mætir með A. Dovizioso (04) sem var heimsmeistari í 250 cc 2004 með nýjan liðsfélaga D. Petrucci (09) sem á sínum tíma var tilraunaökumaður hjá Ducati og hefur hann unnið sig upp í aðalliðið á nokkrum árum. Ducati hefur undanfarin ár staðið nokkuð vel og oftar en ekki verið að stríða Honda og Yamaha með gríðarlega aflmiklu hjóli sínu.

Miklar vonir eru bundnar við að oft kallaður Dovi (04) vinni þetta ár og Danilo er nánast óskrifað blað sem gæti komið verulega á óvart.

Yamaha teflir fram sjálfum V. Rossi (46) níföldum heimsmeistara og reynslubolta, Rossi er í sjálfu sér sér kapituli í bifhjólakeppni og á sér gríðarlega sterkan stuðningshóp aðdáenda, gríðarlega þekktur um allan heim. Með honum kemur svo M. Vinales (12) sem kemur úr Moto 2, en hann náði samning við Yamaha 2017 og hefur gengi hans verið misjafn síðan þá en er gríðarlegt efni. Þessir tveir geta báðir unnið titil og þrátt fyrir að Rossi (46) sé nýorðinn fertugur þá hefur hann í mikla reynslu að sækja og í lok síðasta árs kom hann verulega á óvart með flottum akstri á hjóli sem hann telur tæplega samkeppnishæft miðað við Hondu og Ducati hjólin en maður veit aldrei fyrr en í keppni er komið.

KTM kom inn í MotoGP keppnina 2017 og hafa verið að þróa hjólið síðustu ár, J. Zarco (5) stóð sig vel í nokkrum keppnum síðasta ár en þá vantar stöðuleika sem stærri liðin hafa til að geta verið að keppa um tiltilinn. P. Espargaro (44) er enginn aukvisi, varð heimsmeistari 2013 í Moto2 en hefur ekki staðið síðan undir væntingum. KTM gerði mikilvægan samning við Dani Petrosa fyrrverandi ökumann hjá Honda um að vera þróunarökumaður fyrir þá og Dani ætti að vera með gríðarlega þekkingu sem klárlega hjálpar KTM. Dani er sagður hafa komið mikið að þróun Honda hjólsins sem hefur verið gríðarlega sterkt þau ár sem Dani keppti fyrir Honda þrátt fyrir að gengi hans hafi verið misjafnt.

Eina sem skyggir á þróun hjólsins er að hjá Dani uppgötvuðust meiðsli sem hann vissi ekki um og hefur lítið getað þróað hjólið síðustu misseri.

Suzuki hafa verið inni og úti úr mótaröðinni, byrjuðu 1971 og voru sterkir fyrstu árin en drógu sig út úr keppninni 1983. Þeir komu inn aftur þremur árum síðar en þó ekki að fullu fyrr en 1988, voru með í keppninni og tóku titla en þegar halla fór undan ásamt breytingum á reglum sem þeim hugnaðist ekki drógu þeir sig úr keppninni í lok árs 2011. Suzuki kemur aftur inn 2015 með nýju GSX-RR. A. Rins (42) og J. Mir (36) geta átt sína spetti og gaman verður að fylgjast með hver þróunin á vinsælu hjóli verður.

A. Rins (42) er talinn sterkari ökumaður og hann getur klárlega blandað sér í báráttuna um titil, sér í lagi þega skoðað er hvernig hann og Suzuki stóðu sig í lok síðasta árs með topp 6 í 6 síðustu keppnum ársins og sigri í lokakeppni ársins.

LCR Honda hafur að skipa Cal. C (35) sá hefur verið að keppa í nokkur ár og unnið nokkru sinnum í MotoGP ásamt því að keppt í mismunandi keppnum með góðum árangri, vandamálið við Cal er að hann dettur of oft og þá með gríðarlega miklum tilþrifum en er klárlega hörku ökumaður sem ekki ætti aðafskrifa.

Hann er að stíga uppúr stóru ökklabroti eftir “crash” í næst síðustu keppni þar sem ökklinn mélaðist og þurfti hann að leggjast á spítala og hefur lítið getað þróað hjólið.

T. Nakagami (30) kemur upp úr 125cc og moto2 uppeldinu hefur veriðað keppa frá 2007 í þeim mótaröðum byrjaði að keppa fyrir LCR Honda 2018 endaði í 20 sæti.

Nýr ökumaður Fabio Quartararo (20) gæti komið á óvart hann er að mörgum talinn líklegur til frama. Þessi ungi frakki hefur unnið 6 titla í spænsku mótaröðinni ásamt CEV Moto 3 titil 2013 og 2014. Hann hefur tekið þó nokkuð af metum unglinga í keppnum og slegið meðal annars út Marqez 93 margfaldan heimsmeistara í nokkrum metum sem hann átti, þess vegna hafa þeir verið metnir saman og Fabio 20 hefur verið talinn framtíðarefni.

Aðrir ökumenn eru ekki líklegir til mikilla afreka en að því sögðu þá er eitt af því sem er skemmtilegt með að fylgjast með MotoGP að allir þessir ökumenn er gríðarlega góðir og í raun allir geta unnið og það að afskrifa einhvern er kannski ekki það viturlegasta, spurningin er meira á hvaða hjóli þeir eru og fjármunir sem settir eru í þróun hjólsins og svo heppni.

Framleiðslu liðin

Mission Winnow Ducati

Andrea Dovizioso (04) og Danilo Petrucci (09)

Repsol Honda Team

Marc Marqez (93) og Jorge Lorenzo (99)

Monster Energy Yamaha Team

Valentino Rossi (46) og Maverick Vinales (12)

Team Suzuki Ecstar

Joan Mir (36) og Alex Rins (42)

Aprillia Racing Team Gresini

Andrea Iannone (29) og Alex Espargaro (41)

Red Bull KTM Factory Racng

Johann Zarco (5) Pol Espargaro (44)

Óháðu liðin

Alma Pramac Racing (Ducati)

Jack Miller (43) og Francesco Bagnaia (63)

LCR Honda

Takaaki Nakagami (30) og Cal Crutchlow (35)

Petronas Yamaha SRT

Franco Morbidelli (21) og Fabio Quartararo (20)

Reale Avintia Racing (Ducati)

Karel Abraham (17) og Toto Rabat (35)

Red bull KTM Tech 3

Miguel Olivera (88) og Hafizh Syahrin (55)

Tímatökurnar voru gríðarlega spennandi og byrjuðu á að Rossi (46) komst ekki í tímatöku eitt og byrjaði i sæti 14, einnig kom á óvart að Lorenzo (99) byrjar í 15. sæti eftir fall af Honda hjóli sínu í einni af tímatökunum, mátti eiginlega ekki við því.

Efstu 10 sætin voru eftirfarandi

10 Alex Rins 42

9  Takaaki Nakagami 30

8 Franco Morbidelli 21

7 Danilo Petrucci 9

6 Cal Crutchlow 35

5 Fabio Quartararo 20

4 Jack Miller 43

3 Marc Marqez 93

2 Andrea Dovizioso 04

1 Maverick Vinales 12

Maverick náði besta tíma 1,53.543 það kom skemtilega á óvart sér í lagi þar sem Rossi var ekki að gera neitt sérstaklega vel eins og áður segir. Dovi var mjög sáttur við sína frammistöðu. Marques aftur á móti fór mjög varlega hann virðist ekki vera búinn að ná sér að fullu og fann sér ökumann sem hann gat nýtt sér að elta (Danilo 9) og dragið í loft bólunni aftan við ökumanninn til að ná betri hraða í lokin. Eftirtektarverð var framistaða Fabio 20 einungir 19 ára í sinni fyrstu MotoGP keppni, hann náði 5 sæti.

Keppnin  

1 Andrea Dovizioso (Mission Winnow Ducati) tók ótrúlegan sigur á heimsmeistarakeppninni í MotoGP eftir að svakalegt einvígi milli fimm keppnisliða í síðarihluta keppninar.

2 Marc Marquez (Repsol Honda Team) var 0.023 eftir Dovi, 3 Cal Crutchlow (LCR Honda Castrol ) var á undan 4 Alex Rins (Team Suzuki Ecstar) og 5 Valentino Rossi (Monster Energy Yamaha MotoGP) munur á efstu fimm var aðeins um 0,6 sekúndur.

Dramað byrjaði áður en ljósin slökknuðu í Losail fyrir upphitunarhring, en Fabio Quartararo, sem var í fimmta sæti á ráslínu, hélt hjólinu sínu ekki í gangi þegar þeir fóru af stað i upphitunarhringinn, nýliðinn þurfti að byrja frá viðgerðarsvæði.

Það var Dovizioso sem náði bestu starti frá ráslínunni með nýrri græju sem lækkar afturdemparann og gefur betra start, þetta virkaði gríðarlega vel, þegar hann og Jack Miller (Alma Pramac Racing) tóku sæti 1 og 2 í fyrstu begju, Marquez hélt stöðu 3. sæti með Maverick Viñales (Monster Energy Yamaha MotoGP) náði ekki því sem hann hefði stefnt að heldur féll frá ráspól í 6. sæti í startinu, með Takaaki Nakagami (LCR Honda Idemitsu) og liðsfélaga Cal Crutchlow (LCR Honda Castrol) náðu að komast í topp fimm.

Það var meira drama á seinni hlutanum þar sem Miller P2, virtist hafa eitthvað vandamál með hjólið. Ástralinn þurfti að sitjast upp í kappakstrinum þegar hann virtist fjarlægja hluta af sæti sínu áður en hann hélt áfram, datt niður í 11. sæti á vegna þessa.

Kappaksturinn náði takti, en Dovi stýrði hraðanum fremst þar sem dekkstjórnun kom klárega í ljós. Rins var á ferðinni á 4. hring, þar sem Spánverjarnir náði frábærri byrjun frá P10 á ráslínu, Suzuki maðurinn komst í forystu á hring 5. Dovi og Rins skiptust síðan á forystu nokkru sinnum í næstu hringi. Suzuki náði framhjá Ducati í miðjum hringinum áður en Dovi notaði Ducati kraftinn til að stínga sér frammúr við byrjunarlínu. Hópur af níu voru næstum í línu dekk við dekk.

Á hring 12 var Dovi 04 í forystu þegar Marqez 93 byrjaði að sækja á og mynda bil frá lítt nefndum Danilo 09.

Með 7 hringi eftir þá var munur efstu 8 einungis 1,2 sek náði Rossi 46 með gríðarlega góðum akstri að komast framúr liðsfélaga sínum Vinjales 12 og Mir 36 kom sér upp í 6. sætið.

Þrír hringir eftir náðu Dovi og Marqes að auka bilið á milli sín og Petrucci, Viñales and Mir.

Þannig að þegar rúmlega einn hringur var eftir náði Dovi að skjótast framúr Marqez eftir að hann komst frammúr með Cal 35 í 3. sæti rétt á eftir og hann vonaðist til að þeir tveir gerðu einhver mistök svo hann kæmist framhjá þeim. Marqez gerði ruddalega tilraun að komast framúr Dovi þannig að á 150 km hraða rákust þeir saman og við það komst Marquez framúr en Ducati hjólið hans Dovi var nægjanlega öflugt til að fara innundir í beygjunni og opna fyrir náði aftur fyrsta sætinu.

Eins og árið áður þá börðust þessir tveir allt þar til í síðustu beygju með nánast sömu niðurstöðu milli ára. Ducati var rétt rúmlega hálfri hjólalengd á undan yfir línuna með einungis 0,023 sek millibili.

Cal 35 náði 3 og eftir frábæran akstur Rins þá lenti hann í 4. sæti, Rossi 46 sannaði enn og aftur að aldrei ætti að afskrifa “The Doctor” sem endaði í 5. sæti úr sæti 14 á ráslínu. Danilo þurfti að sætta sig við 6. sætið var sá eini af þessu efstu sem valdi mjúku dekkin fram yfir medium dekkin sem allir hinir voru á

Efstu tíu:

1. Andrea Dovizioso (Mission Winnow Ducati)

2. Marc Marquez (Repsol Honda Team) + 0.023

3. Cal Crutchlow (LCR Honda Castrol) + 0.320

4. Alex Rins (Team Suzuki Ecstar) + 0.457

5. Valentino Rossi (Monster Energy Yamaha MotoGP) + 0.600

6. Danilo Petrucci (Mission Winnow Ducati) + 2.320

7. Maverick Viñales (Monster Energy Yamaha MotoGP) + 2.481

8. Joan Mir (Team Suzuki Ecstar) + 5.088

9. Takaaki Nakagami (LCR Honda Idemitsu) + 7.406

10. Aleix Espargaro (Aprilia Racing Team Gresini) + 9.636

Eftirmálar keppninnar

Kæra er komin fram frá Aprilia, KTM, Honda og Suzuki vegna auka vængjar sem Ducati skartaði rétt framan við afturdekkið, vilja þeir meina að þessi auka vængur sé ólöglegur.

Ef rétt reynist þá gæti niðurstaðan verið sú að Ducati missi stig, jafnvel fái líka sekt en ekki er komin niðurstaða á það mál ennþá.