Triumph Rocket 3 TFC með enn stærri vél

Triumph hefur hafið framleiðslu á stærsta mótorhjóli í heimi, með sætrstu vélinni líka en Rocket 3 TFC er með hvorki meira né minna en 2,5 lítra þriggja strokka vél.

Um leið er vélin með mesta tog sem hægt er að fá í fjöldaframleiddu mótorhjóli, en vélin skilar 221 Newtonmetra togi og 168 hestöflum.

Það er ekkert til sparað í þessu hjóli og má þar nefna ventla úr títaníum til að leyfa hærri snúning og sérsmíðað Arrow pústkerfi úr ryðffríu stáli og koltrefjum. Grindin er úr áli og er vélin berandi hluti grindarinnar til að minnka þyngd, en einfaldur afturgaffall úr áli og boddíhlutir úr koltrejum hjálpa einnig til með að minnka þyngdina um meira en 40 kíló. Til að ráða við aflið er Rocket 3 TFC með skrikvörn og spólvörn og einnig Brembo Stylema bremsur. Hjólið er annars vel búið, með skriðstilli, brekkuviðnámi, lyklalausu aðgengi og loftþrýstiskynjurum í dekkjum. Ljósin eru öll díóðuljós og blátannarbúnaður er tengdur við upplýsingakerfi hjólsins sem er með leiðsögukerfi og meira að segja myndavél.