World SBK Assen

Vegna yfirburða Bautista á Ducati V4R tók yfirstjórn WorldSBK þá ákvörðun að lækka leyfilegan snúning (rpm) véla Ducati hjólanna um 250rpm, ásamt því að minnka snúninginn hjá Ducati þá gáfu þeir Honda leyfi til að auka snúninginn um 500rpm, eingöngu gert til að minnka bil milli ökumanna.

Það verður áhugavert að sjá hvort þetta dugi til að gera mótaröðina meira spennandi.

Þeir sem hafa verið að mótmæla hafa bent á að Rea á Kawasaki hafi gríðarlegt forskot á aðra keppinauta en Bautista og leggja til, að fyrst það eigi að hegna Ducati fyrir frábært hjól ætti slíkt hið sama að ganga yfir Kawasaki.

Superpole keppnin (tímataka)

Á brautinni var verulega kalt það kemur klárlega til með að hafa áhrif á dekk og dekkjaval.

Bautista var í smá vandræðum með hraða og talaði um grip dekkjanna eftir tímatökurnar.

Þegar einungis var 1:12 min. eftir að tímatökunni þá lentu saman (23) R. Kiyonari á Honda og (54) T. Razgatiloglu á Kawasaki á stórhættulegum stað og við það kom rauða flaggið út sem þýðir að tímatöku var lokið með marga keppendur á hröðum hring.

Bautista á Ducati nældi í fyrsta sætið vegna þess að menn sem virtust stefna á hraðari hring gátu ekki klárað hringinn á slikkunum.

M. van der Mark á Yamaha og Reiterberger á BMW náðu 2 og 3 sæti eftir flottan akstur

Race 1 var frestað um sólarhring  vegna veðurs þannig að ekkert verður af SP keppninni,

Keppt verður 2X 20 hringir á sunnudegi.

Race 1 fór fram á sunnudags morgun.

Ökumenn voru að kvarta undan kulda sást til nokkurra þeirra vera að hita sér á höndum á dekkjahiturunum.

Þessi kuldi hefur þau áhrif á dekkin að kjarninn er ekki að ná hita þrátt fyrir að ytrabyrgði sé heitt það gerir endingu og grip mun verra en ella og flækir dekkjaval.

Rea náði góðu starti og skaust upp um tvö sæti, Bautista var í smá erfileikum í startinu en hélt fyrsta sæti á undan Reterberger og van der Mark.

Á aðeins tveim hringjum tókst Rea að komast upp í annað sætið á undan Reiterberger og van der Mark í 3 og 4. Margir hollendingar komu á keppnina til að sjá heimamanninn M. van der Mark og þeir voru ekki fyrir vonbrigðum með hann hann barðist eins og ljón fyrir þriðja sæti og gerði góða atlögu að öðru sæti.

BMW hjólið sem hefur staðið sig afar vel í tímatökunum virðist eiga við einhverskonar vandamál að etja þegar að dekkin fara að slitna og hjólið að léttast því að þeir virðast ekki halda út keppni á þeim hraða sem þarf til, það er eitthvað sem BMW þarf að skoða vel.

Þrátt fyrir vélarsnúnings minnkun Ducati þá áttu aðal keppinautar Ducati aldrei möguleika á að ná fyrsta sæti en bilið var mun minna en í síðustu keppnum eða 1-2 sek. þegar keppni lauk var hann kominn 3.130 sek. á undan næsta manni.

Augljós vonbrigði hjá GRT Yamaha þar sem þeirra versmiðu ökumenn enduðu einungis í 12 og 13 sæti.

Honda virðist vera í milkum vandamálum því að þrátt fyrir hækkun vélarsnúnings um 500rpm þá endaði þeirra besti maður einungis í 11 sæti.

Rea áréttaði að það hefði farið tími í að ná fram úr öðrum keppendum þess vegna hafi hann ekki getað barist við Bautista um fyrsta sætið.

Bautista aftur á móti fagnaði sínum 10 sigri og sló með því met, því aldrei hefur nokkur unnið 10 sigra í röð í upphafi keppni áður.

Race 2

Önnur 20 hringja keppni dagsins

Aftur var uppröðun manna eins og í fyrri keppni eða samkvæmt niðurstöðu tímatökunnar.

Eftir startið þá tók það Rea ekki nema 5 beyjur að ná upp í annað sætið og innan við hring að ná fyrsta sæti á undan Bautista sem átti fína byrjun litlu mátti muna að van der Mark næði einnig fram úr Bautista en með flottum akstri komst Bautista aftur í fyrsta sætið og hél sig 1-2 sek á undan Rea og van der Mark og lauk keppni 4,688 á undan.

Á tímabili náði Davis upp í annað sætið á Ducati en náði ekki að halda því og datt niður í 5 sætið.

Mikil barátta var um annað sætið milli van der Mark og Rea við mikla gleði heimamanna og endaði í ljósmynda skoti til að sjá hvor vann.