WorldSBK, Imola

Er Kawasaki að ná fyrri styrk

Tímatökur (Superpol)

Þessi braut (Imola) er ekki langt frá Ducati verksmiðjunni í Bologna á Ítalíu

Þannig að krafa Ducati og áhángenda (Ducatisti) er að þeir vinni þessa keppni. sér í lagi þar sem Bautista hefur ekki stígið feilspor enn sem komið er.

Vandamálið var hinsvegar að Bautista hefur ekki ekið þessa braut áður, brautin er frekar þröng og mjög tæknileg þannig að það er ekki auðvelt að læra bestu línur brautarinnar.

Á hinn boginn hefur Davis átt góðu gengi að fagna þannig að krafan um sigur Ducati er mikil.

Rea er gríðarlega tæknilegur ökumaður og þessi braut virðist henta honum mjög vel, eins og sýndi sig þegar að hann tók besta tíma í tímatökunum eftir að tímatökurnar frestuðust vegna óhreininda á brautinni.

Með liðsfélaga Rea, Haslam í öðru sæti, þá mættu Dukkarnir á mjúkum dekkjum og Davis tók brautarmet sem dugði honum til enda tímatökunnar Rea hélt öðru sæti og í því 3 kom svo Bautista með Haslam rétt á eftir.

1 Fyrsta beygja er gríðarlega mikilvæg og auðvelt er að gera mistök í línu inn í þá beygju þar sem hún er frekar þröng, þrátt fyrir það hélst forusta efstu 4 manna.

Rea á Kawasaki náði með snilldar akstri fram úr Davis á fyrsta hring og lét þá foristu ekki af hendi kláraði með 10 sek. forskoti.

Ducati hjól Davis lenti í bilunum og við það datt hann úr keppni, þá var Sykes á BMW var kominn í 3 sætið á eftir Bautista sem í raun átti aldrei séns að ná Rea. Sykes aftur á móti lenti í bilunum eins og Davis og endaði með að hann þurfti að hætta keppni.

Gríðarleg barátta var um síðasta sæti á palli og skiptust ökumenn um sæti þó nokkru sinnum en að lokum náði Tyrkneski ökuþórinn Razgatlioglu 3 sætinu á undan v.d Mark

Superpole Race 10 hringja keppni

Að vanda er uppröðum á ráslínu sú sama og í Superpole úrslit hennar ákveða svo uppröðum manna í Race 2

Þetta fyrirkomu lag kom sér afskaplega vel fyrir Davis og Cortese þar sem þeir duttu úr keppni í race 1 ásamt Sykes sem var enn var í veseni með hjólið náði því ekki í gang og þurfti því að ræsa frá pittinum.

Kalt var orðið og raki mikill þrátt fyrir það náðu flestir fínu starti.

Þegar að Davis kom að fyrstu S beyjunni þá tók hann kol vitlausa línu í fyrri beyjunni sem gerði það að verkum að hann missti Rea og Bautista framúr sér en hélt 3 sæti.

Rea var snöggur að opna bil á milli sín og Bautista nokkuð víst að reynsla hefur mikla þýðingu á þessari braut því að í lok keppninnar tók Davis annað sætið af Bautista og gerði atlögu að nálgast Rea en náði í raun aldrei nærri honum.

Við að Davis náði öðru sæti þá minkaði bil milli Bautista og Rea í keppni um heimsmeistara titil ökumanna. Leo Haslam gengur hinsvegar ekkert í haginn þessa stundina og missti V.d.Mark, Lowes fram úr sér Razgatlioglu tók svo 7 rétt á undan Sykes sem var með geggjaðann akstur frá pittinum.

Ánægjulegt er að sjá Yamaha vera að gera flotta hluti vonast til að þeir nái betri árangri þannig að ekki verði um tveggja turna tal allt árið.

Honda aftur á móti virðist vera í verulegum vandamálum náði einungis 16 og 18 sæti.